5.1.2008 | 18:40
Moggabloggarar að meika það enn einu sinni
Endilega lesið hin bloggin við þessa frétt, sama hve mikið er gert grín að þessu liði í sjónvarpi og víðar, alltaf halda þau áfram að gera sig að fífli :)
Menn setja pinnann í gólfið reglulega, svoleiðis keyrir fólk bíl, allavega það fólk sem ég þekki og umgengst, það þýðir ekkert að menn séu að spyrna eins og hálfvitar, heldur bara koma druslunni af stað. Ég ek svolítið um á Yaris 1,0 og trúiði mér, ef pinninn er ekki í gólfinu, fer hann klárlega ekki af stað. Endilega reynið að drulla minna á ykkur moggabloggarar.. Ég blogga til að drulla yfir aðra moggabloggara, og finnst það gaman.. Kannski er ég manna verstur sem moggabloggari hehe :)
signing out..
Valli djöfull
Bensíngjöfin festist í botni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 12:32
Hér er "behind the scenes"
http://www.youtube.com/watch?v=BuQK5aSLWF0
En hræðilegt? hehe, fínar auglýsingar, ekkert nema væl :)
Geimveruauglýsingar vekja deilur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 12:23
Furðulegur texti á heimasíðu Smáís
Þessi texti hér fyrir neðan er tekinn af heimasíðu Smáís, jafnvel stolinn? hehe.. en já.. Þessi texti segir það sem segja þarf um þessa vitleysinga hjá Smáís
"Eru aðdáendur Radiohead nýskari en aðrir neytendur?
Þegar hljómsveitin Radiohead tilkynnti að þeir mundu bjóða aðdáendum sínum nýjustu plötuna sína, In Rainbows, til stafræns niðurhals fyrir eins mikið eða lítið eins og þeir vildu borga, var það talið merki um nýja tíma fyrir tónlistariðnaðinn.
Núna loksins gætu þjófarnir á netinu, og aðrir, sannað að þeir væru sko alveg til í að borga fyrir hluti og að þetta væri sko framtíðin. Já, ungir menn sem höfðu setið árum saman, fyrir framan tölvuna, bólugrafnir með bremsufar í nærbuxunum heima hjá foreldrum sínum, sannfærðir um að þeir væru Hrói Höttur nútímans höfðu loksins fengið tækifæri til að sanna að þeir vildu sko alveg borga fyrir hluti og það sem þeir höfðu talað um árum saman á spjallrásum, væri rétt!!
Auðvita var þetta að sjálfsögðu kolrangt hjá þeim enda hafa allar rannsóknir sýnt að þetta er alls ekki spurning um verð. Það er eingöngu afsökun sem þjófar nota til að réttlæta þjófnaðinn. Ef þetta væri ekki svona dýrt þá mundi ég kaupa þetta. Þetta heyrir maður stöðugt, en sannleikurinn er sá að sumir vilja einfaldlega bara stela þessu og helst ekki borga krónu.
Rannsókn á sölu nýjustu plötu Radiohead leiddi í ljós að aðeins um 38% þeirra sem sóttu verkið voru til í að borga einhverja upphæð. 2/3 þeirra sem borguðu voru bara til í um 50 krónur og er það fyrir heila plötu. Af þeim sem borguðu hærri upphæðir var meðaltalið samt bara um 320 krónur sem er langt undir verði geisladisks eða plötu af iTunes."
Eigandi Torrent yfirheyrður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.11.2007 | 17:52
Sé ekkert skrítið við þetta??
Furðulega fólk sem er búið að blogga og drulla yfir þetta. . Er eitthvað að??
Hugsið?!? Hefur þú, lesandi góður, farið á árshátíð hjá:
KB banka?
Glitni?
Landsbankanum?
Símanum?
Flugleiðum?
Þá er þú lesandi góður sekur um það sem vitleysingarnir sem skrifuðu á undan mér við þessa frétt eru að tala um. Það er að segja ef þú fékkst þér bjór eða rauðvín með matnum t.d.. Þá stundaðir þú drykkju á stað sem æskulýðsstarf fer fram!
Það tengist ekki á neinn hátt og ég skil ekki alveg hvað fólkið hér á undan mér er að tala um? Einn vælir um að það vanti pottþétt ekki veislusali o.fl.. EN.. Íþróttafélög eru ekki að fá skít af peningum þrátt fyrir að þið haldið það. Þetta er góð tekjulind fyrir félagið og ég styð þetta 100%.. Ég er by the way þjónn og hef unnið og afgreitt áfengi í t.d.
Egilshöll
Laugardalshöll
Haukahúsinu
Kaplakrika
Frostaskjóli (KR)
Sal sem Fylkir á
o.fl. o.fl. o.fl....
Eru þetta þá allt saman sömu vitleysingarnir og Valsmenn eða eru Valsmenn einfaldlega að gera eins og hinir? :)
kv.
Valli
(vinsamlegast ekki tala með rassgatinu fólk, það er ekki töff)
Valsmenn vilja selja áfengi í hátíðarsal sínum öll kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 10:03
Hvað er í matinn?
Samkvæmt þessarri frétt er það KJÚKLINGUR!
Maðurinn sem dró þetta til baka þarf að eignast svona! Vilja einhverjir leggja í púkk?
Tillaga um að prestar verði vígslumenn staðfestrar samvistar dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2007 | 21:28
slúðursíða mbl.is??
EN þetta er furðuleg fréttamennska.. Er mbl.is orðin nýja "séð og heyrt"? Þetta er ekki frétt frekar en ég veit ekki hvað Hvurn anskotann varðar okkur um það hvað Geiri og Britney Spírs eru að gera. mbl.is og visir.is eru farnir að skipta sér einum of mikið af fræga fólkinu, hverjum er ekki sama hvað þetta fólk er að gera? Ekki myndi ég nenna að lesa í sorpritum og slúðurheimasíðum dag eftir dag hvað ég var að gera í gær
BARA heimskulegt að velta þessu fyrir sér því þetta kemur okkur ekki rassgat við..Geiri á sjö stjörnu hóteli í Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2007 | 15:24
Drekka "rónar" bara kaldan bjór?
Maður spyr sig.. Það virðist borgarstjóri vera með á hreinu.. Ef þessir vitleysingar sem er verið að "bjarga" með þessu myndu setja það fyrir sig að drekka volgan bjór myndu þeir lííííklega ekki drekka vanilludropa
Ekkert annað en heimska hjá borgarstjóra, því miður er bara ekkert annað hægt að segja..
Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 13:13
Og hvað var það sem þeir gerðu? hehe
Svolítið fyndið að vera einn af þeim sem ekki hefur nennt að fylgjast neitt sérstaklega náið með þessu máli, almenningur veit ekki hvað þeir gerðu.. Það eru menn þarna úti sem segja að þeir félagar eigi of mikið af peningum og hljóti þar af leiðandi að hafa gert eitthvað af sér.. Og það er búið að taka MÖRG ÁR að grafa upp einhvern skít sem dugaði ekki til að dæma Jón Ásgeir í meira en 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi.. Sem er minna en drengur sem stelur 5000 kr. af pizzasendli
EN... Stóra spurningin er... veit einhver hvað þeir gerðu af sér? Ekki veit ég það.. Hvergi er það sagt í fréttinni.. Það veit það enginn :)
Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 01:05
Atlantsolía ekki verið ódýrastir svo mánuðum skiptir!
Skil ekki alveg þetta væl í Atlantsolíumönnum.. Og það að fólk haldi actually að þeir séu ódýrir
Þeir hafa ekki verið ódýrastir síðan kannski fyrsta daginn sem þeir opnuðu.. Þeir byrjuðu á því að segjast vera ódýrastir og allir trúðu þeim.. þeir lifa bara á því, það er langt síðan það var svo.. Það er ódýrara að taka bensín á mörgum bensínstöðvum en þar.. Ekki ÓB, Orkunni eða Egó heldur bensínstöðvunum sjálfum.. Sem er furðulegt
Þeir, ásamt fleirum, t.d. BT tölva.. lifa á því sem fólk "heldur".. fólk bara veit ekki betur, BT eru með dýrari tölvubúðum Íslands.. En það veit það bara enginn..:) Sama með Atlantsolíu.. fólk veit bara ekki betur.. :)
Atlantsolía sakar gömlu olíufélögin um að gera atlögu að fyrirtækinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2007 | 15:14
Eruði virkilega að grenja yfir þessu?
Ég á ekki til orð.. Það skiptir engu máli um hvað fréttirnar hér á mbl.is fjalla, það er vælt yfir öllu
Þetta er hveralykt? Heyriði Mývetninga grenja daglega yfir þessarri lykt? Smábæji útá landi væla yfir bræðsluilminum?
Þegar ég finn bræðslufýlu fæ ég heimþrá, langar útá land.. Hveralykt hefur ekki drepið neinn og ég efast um að það muni nokkurntíman gerast..
Hveralykt yfir höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)