Furðulegur texti á heimasíðu Smáís

 Þessi texti hér fyrir neðan er tekinn af heimasíðu Smáís, jafnvel stolinn? hehe..  en já.. Þessi texti segir það sem segja þarf um þessa vitleysinga hjá Smáís Woundering

 

"Eru aðdáendur Radiohead nýskari en aðrir neytendur?

Þegar hljómsveitin Radiohead tilkynnti að þeir mundu bjóða aðdáendum sínum nýjustu plötuna sína, In Rainbows, til stafræns niðurhals fyrir eins mikið eða lítið eins og þeir vildu borga, var það talið merki um nýja tíma fyrir tónlistariðnaðinn.

 

Núna loksins gætu þjófarnir á netinu, og aðrir, sannað að þeir væru sko alveg til í að borga fyrir hluti og að þetta væri sko framtíðin. Já, ungir menn sem höfðu setið árum saman, fyrir framan tölvuna, bólugrafnir með bremsufar í nærbuxunum heima hjá foreldrum sínum, sannfærðir um að þeir væru Hrói Höttur nútímans höfðu loksins fengið tækifæri til að sanna að þeir vildu sko alveg borga fyrir hluti og það sem þeir höfðu talað um árum saman á spjallrásum, væri rétt!!

 

Auðvita var þetta að sjálfsögðu kolrangt hjá þeim enda hafa allar rannsóknir sýnt að þetta er alls ekki spurning um verð. Það er eingöngu afsökun sem þjófar nota til að réttlæta þjófnaðinn. “ Ef þetta væri ekki svona dýrt þá mundi ég kaupa þetta”. Þetta heyrir maður stöðugt, en sannleikurinn er sá að sumir vilja einfaldlega bara stela þessu og helst ekki borga krónu.

 

Rannsókn á sölu nýjustu plötu Radiohead leiddi í ljós að aðeins um 38% þeirra sem sóttu verkið voru til í að borga einhverja upphæð. 2/3 þeirra sem borguðu voru bara til í um 50 krónur og er það fyrir heila plötu. Af þeim sem borguðu hærri upphæðir var meðaltalið samt bara um 320 krónur sem er langt undir verði geisladisks eða plötu af iTunes."


mbl.is Eigandi Torrent yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Þessi texti er algjörlega til skammar, og að auki hrein lygi... :/

Gunnsteinn Þórisson, 19.11.2007 kl. 12:31

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Skrítið að draga ályktun eftir aðeins eina tilraun. Það þættu ekki góð vinnubrögð í vísindasamfélaginu.

Ég hef ekki heyrt þessa plötu Radiohead. Gæti ekki bara verið að fólki hafi ekki þótt hún góð? Ekki færi ég að greiða háar summur fyrir leiðinlega tónlist. Að hæsta upphæð sé langt undir verði geisladisks eða plötu af iTunes, þarf svo ekki að segja neitt um 'nísku' kaupandans. Kannski miklu heldur um græðgi hinna, sem verðleggja geisladiska og iTunes plötur. Að sú verðlagning sé megin ástæðan fyrir að fólk kjósi að sækja tónlist af netinu. Mér finnst það megin niðurstaða þessarar 'vísindalegu' samantektar.

Brjánn Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 12:32

3 identicon

Ef ég væri eigandi höfundaréttarvarins efnis sem verið væri að deila ólöglega, myndi ég ekki vilja að þessir apakettir töluðu fyrir mína hagsmuni.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:34

4 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Brjánn og þessar upplýsingar eru ekki einu sinni réttar. Ég hef sótt mikið af efni á netinu og síðan ég byrjaði á því hef ég keypt mikið meira af tónlist og myndum en ég gerði áður. Að vísu fær innanlandsmarkaður ekki að njóta þess, (nema helst barnaefni). Bendi td á www.play.com fyrir ódýrar myndir.

Björgvin S. Ármannsson, 19.11.2007 kl. 12:37

5 Smámynd: Valbjörn Júlíus Þorláksson

Svo eins og aðrir hafa nefnt, borgum við stefgjöld af tómum dvd og cd.   Ef ég fer og kaupi mér tóman DVD disk, er ég þá ekki búinn að borga fyrir eina bíómynd?  Má ég þá ekki ná í eina mynd á netið?  Ég sé ekki lögbrotið í því ef ég er búinn að kaupa diskinn og borga stefgjöld fyrir eina bíómynd..  Hvar er annars bíómyndin sem ég borgaði fyrir?  Get ég sótt hana til Smáís?

Valbjörn Júlíus Þorláksson, 19.11.2007 kl. 12:54

6 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Mig minnir svo að Radiohead hafi ákveðið að birta engar tölur varðandi diskasölur og því allar tölur áætlaðar, alls staðar.

Sigurður Jökulsson, 19.11.2007 kl. 12:57

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta er dónalegt...

Páll Geir Bjarnason, 19.11.2007 kl. 13:44

8 identicon

haha þeir vita ekkert tekjurna og plús það að Radiohead fékk AAAAllann hagnaðinn 100%

mjög góð plata

Axel Már Arnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband