Færsluflokkur: Bloggar
6.10.2008 | 14:54
Hér er leikurinn :)
Leikskólaleikur tekinn út af íslenskri síðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2008 | 15:48
En dollarinn...
Ok, tunnan hefur ekki verið ódýrari síðustu 7 mánuði.. En hér er gengi dollar síðustu 7 mánuði..
Svo er búið að fikta í stýrivöxtum, ég kann ekki vel á þá, en hækka þeir ekki lánin sem hvíla á bensíninu?
Á ÓB kostaði bensínlíterinn 136,3 krónur 15. febrúar 2008.
Á ÓB kostar bensínlíterinn 161,1 kr. upp í 164,1 kr. í dag
Tunnan kostar 97 dollara.
97 x 91 kr. = 8.827 kr. (verð núna)
97 x 67 kr. = 6499 kr. (verð fyrir 7 mánuðum)
8.827 / 6.499 = 35,8 % hækkun
136,3 * 35,8% hækkun = 184 kr. (verð fyrir 7 mánuðum + 35,8% hækkun)
Ég hef ekki reiknað neitt í fjöldamörg ár svo endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt.. Ef svo furðulega vill til að þetta sé rétt hjá mér, er mbl.is að grenja yfir of lítilli álagningu..?
---------------------------
Smá viðbót, á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 9,7%.
Og ef ég reikna rétt.. Myndi það þýða að 184 krónurnar eru nú orðnar að 171,12 kr.
Svo þetta er nú ekki langt frá því að vera eðlilegt allt saman. Bensínverðið er bara 7-10 kr. of ódýrt í dag :)
Óvíst hvort olíufélögin lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2008 | 11:42
Ekki til neitt sem heitir GERVIfrjóvgun..
Það er ekki til neitt sem heitir gervifrjóvgun, nema þetta séu gervibörn? Kannski úr plasti þá?
Það er hins vegar hægt að fara í tækni eða glasafrjóvgunarmeðferðir.. En það er ekkert gervi við það...
Ég og mín kona eigum einmitt von á glasafrjóvguðu barni :)
Eignaðist fjórbura 55 ára gömul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2008 | 13:24
Hætta jepparuglinu
Þetta er að hækka, mun hækka meira og lítið hægt að gera í því. Hins vegar er hægt að hætta þessu rugli og fara í bíla sem eyða minna. Díselbílar eru orðnir það sprækir í dag að þeir taka bensínbíla með sömu vélarstærð og hreinlega stinga þá af. Svo maður er ekki að tapa krafti á að fara í díselbíl, það er misskilningur. Hins vegar er maður að spara þar sem ágætis díselbíll getur verið að eyða c.a. 4-5 milli bæja og vel undir 10 lítrum per 100 km innanbæjar.
Ég skil ekki af hverju íslendingar hafa verið svona slakir í að innleiða dísel heimilisbíla á íslandi. Ef þið skoðið t.d. spán, þá er nánast hver einast bíll þar díselbíll og beinskiptur. Allt til að spara dropann. Við erum svo hrikalega langt á eftir í svona málum eins og mörgum öðrum. Það eru bara við sem höldum að ísland sé best í heimi og framarlega í tækninýjungum og fl. Það þarf ekki að leita langt til að afsanna það. T.d. Danmörk. Þar réttirðu debetkortið ekkert yfir afgreiðsluborðið. Það þarf að slá inn pin númer fyrir hverja afgreiðslu. Og einnig í Ungverjalandi sem ég var staddur fyrir hálfu ári rúmlega. Þar eru menn löngu byrjaðir að nota þennan örgjörva sem er í kortunum okkar. Við notum þá bara ekki.. Þess vegna fyllist landið af útlendingum sem eru að svindla út pening af erlendum kreditkortum, því við erum svo langt á eftir í kortaöryggi.
Við þurfum bara að fara að vakna og horfa í kringum okkur. Ekki væla yfir bensínverði og rúnta svo í vinnuna á jeppa með 6 lítra bensínmótor sem eyðir 25-35 á hundraði, það er bara heimska.
Just my 2 cents.....
kv.
Valli
Bensínverð hækkaði í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 21:51
Léleg símsvörun
500 skipti
3100 klukkustundir sem gerir 186000 mínútur
186000 mínútur deilt í 500 skipti
372 mínútur
6,2 klst hvert skipti...
Er þetta ekki rétt hjá mér? 6,2 klst á bið í hvert skipti sem hann hringdi inn?
Og svo væla íslendingar ef það tekur yfir 5 mín að fá samband við þjónustuver símafyrirtækjanna okkar t.d...
Eitthvað hljóta þessar tölur að vera skrítnar...:)
Með símsvara á heilanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 13:47
Dæmi hver fyrir sig
http://sersveit.rlr.is/laraomars.mp3
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 17:59
Hvernig nenna þau þessu?
Ég er allllls ekki að setja út á kröfur kennara. En það sem ég skil ekki er hve fljót þessi stétt er alltaf að sætta sig við lítið. Það eru settar fram kröfur.. Eins og í þetta skiptið.. 24%-46%. Svo kemur að viðræðum og það eru boðin 10% eftir smá þras og vesen. Þá er bara stokkið á það og aftur hótanir um verkfall eftir 1-2 ár.
Ég var að vinna á leikskóla fyrir nokkrum árum þegar átti að gera allt vitlaust. Svo var bara allt í einu búið að semja og launin mín hækkuðu ekki um krónu?? Ég er jú ekki leikskólakennari að mennt en samt sem áður á skííítakaupi. Og ég hélt að það væri verið að krefjast hærri launa til að geta mannað stöður á leikskólum en svo var ekki, heldur hækkuðu laun 5 af 25 starfsmanna á leikskólanum sem ég var að vinna á??? Hvað er í gangi?
Þetta er allt voðalega skrítið, kannski er ég að bulla útí loftið og ég skal ekki segja að ég sé ekki að því ef einhver hefur eitthvað út á þennan stutta pistil að segja. Ég bara hreinlega skil ekki hvernig þetta virkar allt saman. Mér finnst kröfurnar alltaf miklar, og réttmætar. En skrifað undir einhverra aura hækkun í stað þess að ganga bara langt einu sinni og þurfa ekki að standa í þessu kjaftæði ár eftir ár.
Koma svo, gera þetta almennilega og það áður en ég þarf að setja barn á leikskóla svo ég þurfi ekki að missa úr vinnu hehe :)
kv.
Valli
Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 12:38
Smá vídjóklippa af þeim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2008 | 02:09
Af hverju segja bloggarar hraðakstur?
Nú eru 3 búnir að blogga um þetta hræðilega slys. Allir 3 tala um hraðakstur.. Þetta var hræðilegt slys sem endaði ekki vel. Ekki er ég mótorhjólamaður en mér finnst mjög leiðinlegt að þegar það verður slys a mótorhjóli öskra allir hraðakstur.. Hefur einhver ykkar hrasað og meitt sig illa? Það er hægt að brjóta sig illa á 0 km hraða, bara með því að detta niður á hné. En að detta á 50 km hraða t.d.. Það er lífshættulegt, það er ekkert sem segir að þetta hafi verið hraðakstur og mér finnst það mjög kjánalegt af fólki að stökkva strax á þá ályktun.
Ég votta aðstandendum samúð mína, þetta var hræðilegt slys :(
Valbjörn
Alvarlegt umferðarslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.2.2008 | 23:59
Sækjast eftir lóðinni?
Jæja, eitthvað sem ég heyrði einhverntíman. Þetta mál er ekki að poppa upp á yfirborðið núna fyrst..
Ég þekki engan sem tengist þessu fyrirtæki en ég heyrði einhverntíman slúðrað um þetta allt saman og það var að Kópavogsbær sé búinn að leggja fyrirtækið í einelti vegna þess að þeir vilji fyrirtækið burt úr Kópavogi. Og að þeir séu að sækjast eftir lóðinni sem fyrirtækið starfar á.. Veit einhver hvort það er í raun eitthvað til í þessu slúðri? :)
Borg ehf. hefur ekki tilskilin leyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)