9.4.2008 | 17:59
Hvernig nenna þau þessu?
Ég er allllls ekki að setja út á kröfur kennara. En það sem ég skil ekki er hve fljót þessi stétt er alltaf að sætta sig við lítið. Það eru settar fram kröfur.. Eins og í þetta skiptið.. 24%-46%. Svo kemur að viðræðum og það eru boðin 10% eftir smá þras og vesen. Þá er bara stokkið á það og aftur hótanir um verkfall eftir 1-2 ár.
Ég var að vinna á leikskóla fyrir nokkrum árum þegar átti að gera allt vitlaust. Svo var bara allt í einu búið að semja og launin mín hækkuðu ekki um krónu?? Ég er jú ekki leikskólakennari að mennt en samt sem áður á skííítakaupi. Og ég hélt að það væri verið að krefjast hærri launa til að geta mannað stöður á leikskólum en svo var ekki, heldur hækkuðu laun 5 af 25 starfsmanna á leikskólanum sem ég var að vinna á??? Hvað er í gangi?
Þetta er allt voðalega skrítið, kannski er ég að bulla útí loftið og ég skal ekki segja að ég sé ekki að því ef einhver hefur eitthvað út á þennan stutta pistil að segja. Ég bara hreinlega skil ekki hvernig þetta virkar allt saman. Mér finnst kröfurnar alltaf miklar, og réttmætar. En skrifað undir einhverra aura hækkun í stað þess að ganga bara langt einu sinni og þurfa ekki að standa í þessu kjaftæði ár eftir ár.
Koma svo, gera þetta almennilega og það áður en ég þarf að setja barn á leikskóla svo ég þurfi ekki að missa úr vinnu hehe :)
kv.
Valli
Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta virkar þannig að kennarar hafa samþykkt samninga sem lagðir hafa verið fram með litlum meirihluta. Sumum finnst þeir ekki þurfa meira
Rósa Harðardóttir, 9.4.2008 kl. 18:22
Í raun sett lög á grunnskólakennara, 2004 svo því sé haldið til haga.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.