5.6.2008 | 13:24
Hætta jepparuglinu
Þetta er að hækka, mun hækka meira og lítið hægt að gera í því. Hins vegar er hægt að hætta þessu rugli og fara í bíla sem eyða minna. Díselbílar eru orðnir það sprækir í dag að þeir taka bensínbíla með sömu vélarstærð og hreinlega stinga þá af. Svo maður er ekki að tapa krafti á að fara í díselbíl, það er misskilningur. Hins vegar er maður að spara þar sem ágætis díselbíll getur verið að eyða c.a. 4-5 milli bæja og vel undir 10 lítrum per 100 km innanbæjar.
Ég skil ekki af hverju íslendingar hafa verið svona slakir í að innleiða dísel heimilisbíla á íslandi. Ef þið skoðið t.d. spán, þá er nánast hver einast bíll þar díselbíll og beinskiptur. Allt til að spara dropann. Við erum svo hrikalega langt á eftir í svona málum eins og mörgum öðrum. Það eru bara við sem höldum að ísland sé best í heimi og framarlega í tækninýjungum og fl. Það þarf ekki að leita langt til að afsanna það. T.d. Danmörk. Þar réttirðu debetkortið ekkert yfir afgreiðsluborðið. Það þarf að slá inn pin númer fyrir hverja afgreiðslu. Og einnig í Ungverjalandi sem ég var staddur fyrir hálfu ári rúmlega. Þar eru menn löngu byrjaðir að nota þennan örgjörva sem er í kortunum okkar. Við notum þá bara ekki.. Þess vegna fyllist landið af útlendingum sem eru að svindla út pening af erlendum kreditkortum, því við erum svo langt á eftir í kortaöryggi.
Við þurfum bara að fara að vakna og horfa í kringum okkur. Ekki væla yfir bensínverði og rúnta svo í vinnuna á jeppa með 6 lítra bensínmótor sem eyðir 25-35 á hundraði, það er bara heimska.
Just my 2 cents.....
kv.
Valli
Bensínverð hækkaði í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Reyndar eru kreditkortafyrirtækin að skipta núna. Í versluninni hjá okkur (Perlukafaranum að Holtasmára 1) eru nokkrir mánuðir síðan við fengum svona pin-græju.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.