22.3.2008 | 02:09
Af hverju segja bloggarar hraðakstur?
Nú eru 3 búnir að blogga um þetta hræðilega slys. Allir 3 tala um hraðakstur.. Þetta var hræðilegt slys sem endaði ekki vel. Ekki er ég mótorhjólamaður en mér finnst mjög leiðinlegt að þegar það verður slys a mótorhjóli öskra allir hraðakstur.. Hefur einhver ykkar hrasað og meitt sig illa? Það er hægt að brjóta sig illa á 0 km hraða, bara með því að detta niður á hné. En að detta á 50 km hraða t.d.. Það er lífshættulegt, það er ekkert sem segir að þetta hafi verið hraðakstur og mér finnst það mjög kjánalegt af fólki að stökkva strax á þá ályktun.
Ég votta aðstandendum samúð mína, þetta var hræðilegt slys :(
Valbjörn
Alvarlegt umferðarslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vandamál þessa fólks eru fordómar þeirra gagnvart mótorhjólum, þetta eru líklegast afkomendur þeirra sem stóðu fyrir nornabrennum fyrr á öldum.
FLÓTTAMAÐURINN, 22.3.2008 kl. 02:15
Það eru fleiri skemmd epli innan um fólk sem ekur bílum. þetta var hræðilegt slys og votta ég fjölskyldumeðlimum og vinum samúð mína.
Mikael Þorsteinsson, 22.3.2008 kl. 13:12
Húrra, loksins rödd innan um fjöldann sem tekur upp hanskann fyrir okkur hjólafólkið. Takk Valli þetta er akkúrat það sem við þurfum að einhver utan hópsins bendi á að ekki er alltaf um hraðakstur að ræða.
Heiða, 22.3.2008 kl. 14:20
Ég var einmitt að pæla í þessu. Það er ekkert í fréttinni sem segir að um hraðakstur hafi verið að ræða. En það er rétt að margir bílistar mega bera meira tillit til annarra vegfarenda. Hvort sem það er mótorhjólafólk, reiðhjólafólk eða gangandi vegfarendur. Ég hef of oft orðið vitni að ökumönnum bifreiða brjóta á öðrum vegfarendum.
Úlfhildur Flosadóttir, 22.3.2008 kl. 16:34
Gæti ekki verið meira sammála þér. Skil ekki af hverju sömu glæpamennirnir komast upp með þetta kennitölubrask svo árum skiptir. Þarna er tiltölulega lítill hópur sem býður niður öll verk svo þeir sem eru að reyna að vera í þessum bransa og vera heiðarlegir, hafa ekki séns. Er skítsama þótt dragi undirverktakana sem þeir svo ráða niður í skítinn með sér og geri þá gjaldþrota. Kunningjakona mín lenti í alvarlegu slysi þarna og ekki var hraðakstur á henni frekar en í slysinu í dag.
Bylgja Hafþórsdóttir, 24.3.2008 kl. 17:55
Commentið mitt á við fréttina um slysið sem var á Reykjanesbrautinni sem þú talaðir um á síðunni minni. Svona til að fyrirbyggja misskilning.
Bylgja Hafþórsdóttir, 24.3.2008 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.