Misskilningur.. Hefur ekki aukist..

Hún hefur ekki aukist, fólk er bara smám saman að frétta af öllu sem hefur verið í gangi alla tíð..:)

Ísland hefur alltaf verið eitt af spilltari löndum heims, það bara neita allir að viðurkenna það.  Hve mörg ykkar hafa fengið vinnu með því að senda inn umsókn og bíða?  Og hve margir fengið vinnur því þið "þekkið" einhvern sem "reddar" því? :)  Bara sem dæmi hehe

 

Þett er svona í öllu á íslandi.  Of lítið land


mbl.is 53% segja spillingu hafa aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég er sammála. Ísland hefur verið spilltasta land í Evrópu alveg síðan á 6. áratugnum. Öll stjórnsýslan og embættismannakerfir hefur verið og er ennþá gegnsósa af spillingu, en fólk hefur verið blint og heyrnarlaust og trúað á lygaáróður yfirvalda og blaðamanna eins og heimskir sauðir. Sbr. spakmælið: Ef þér finnst allt vera í lagi, þá hefurðu augsýnilega ekki hugmynd um hvað er í gangi.

Ég skrifaði transparency.org tölvupóst fyrir nokkrum árum og gagnrýndi þá fyrir að fullyrða að Ísland væri landið með minnstu spillingu. Ég lýsti þá hvernig ástandið var í raun og veru. Árð eftir var landið fallið um mörg sæti og vona ég að ég hafi átt heiðurinn að því.

Ég set hiklaust Ísland í ruslflokk með Zimbabwe, Afghanistan og Norður-Kóreu hvað varðar skort á lýðræði, spillingu og ofsóknir/fasisma. Hiklaust.

Vendetta, 10.12.2010 kl. 18:42

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég er algerlega ósamála ykkur. Ísland er svona á róli með Norður Evrópu þjóðunum. En miklu minna spillt heldur en öll ríki Suður Evrópu og tala nú ekki um víðast annars staðar í heiminum. Þetta er reynsla mín yfir að hafa búið mestan minn aldur á Íslandi en hef s.l. 5 ár búið erlendis. Fyrst í Englandi en nú á Spáni.

Hér á Spáni kunningja og frændsemis spilling í öllu.

Hér er lögreglan gjörspillt. Marg komið fram mútur og fjármálamisferli. Hér eru reyndar einar 4 gerðir af lögreglum.

Hér er stjórnmálalífið gjörspillt og samofið viðskiptamannaaðlinum og inní viðskiptalífið og lögregluna, mútur og fjármálamisferli daglegt brauð og hefur bara versnað.

Ísland er eins og dagheimili í Vesturbænum samanborið við Spán sem líkist miklu frekar betrunarhæli fyrir afbrotamenn.

En menn sjá stundum ekki skógjinn fyrir trjánum og bölva og ragna öllu í sínu nær umhverfi og segja það verst og ömurlegast af öllu slæmu.

Gunnlaugur I., 11.12.2010 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband