Hryðjuverk?

Í landslögum ríkja sem og í þjóðarétti hefur verið reynt að skilgreina hryðjuverk, t.d. segir í íslensku hegningarlögunum í 100. grein m.a:

Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum...
6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr.

mbl.is Reynt að lama fjarskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Afar erfitt hugtak hryðjuverk, soldið einsog klám, afskaplega loðið og teygjanlegt.

Það jafnast nú varla á við þetta niðurleg lagagreinarinnar um vatnseitrun og slíkt að Digital Ísland detti út á Reykjanesi? Mér finnst það nú bara pínu fyndið og get ekki beðið eftir opinskáu viðtali við eitthvert "fórnarlambs" þessa hryðjuverks sem var að horfa á Digital Ísland kl 5 í nótt.....

Einhver Ágúst, 18.3.2010 kl. 12:33

2 Smámynd: Lárus Baldursson

Ásetningurinn er greinilega að lama fjarskipta kerfi lögreglunar slökkviliðsins flugvallaslökkviliðs, björgunarsveita, almannavarna, viðvörunarkerfi veðurstofunar, og raforkukerfi landsvirkjunar, GSM símakerfi, og fjölmiðla. er það ekki alvarlegur glæpur.

Lárus Baldursson, 18.3.2010 kl. 20:45

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Ásetningurinn er einhver Guy Fawkes syndróm sem vill ráðast að stoðum kerfisins og byrjar á símafyrirtækjunum, við erum sem betur fer svo heppin að hann er væntnlega hassaður á því og getur ekki einu sinni gert þetta einsog maður, og umfram allt slasaðist enginn svo ég er bara feginn.

Við skulum fara varlega í að taka þetta alltof alvarlega.

Einhver Ágúst, 19.3.2010 kl. 08:13

4 Smámynd: Valbjörn Júlíus Þorláksson

Þetta er eitthvað sem á alls ekki taka vægt á.  Nema þú viljir sjá meira af þessu?

Valbjörn Júlíus Þorláksson, 22.3.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband